Gangur meðferðar

Ef þú hefur (að lokinni fyrstu skoðun) ákveðið að hefja tannréttingameðferð þá er fyrsta skrefið stigið með því fá tíma í það sem kallað er gagnataka.

Prófíl röntgenmynd

Þá eru tekin öll þau gögn sem við teljum okkur þurfa til að greina vandamálið rétt og gera meðferðaráætlun.

 Teknar eru ljósmyndir af andliti og tönnum, röntgenmyndir af tönnum og kjálkum, og stafrænt 3D mát af tönnum til að búa til módel til greiningar.

Að greiningu lokinni er komið að því að hefja meðferð, ýmist með uppsetningu á spöngum á tennur, eða öðrum tækjabúnaði.

 Mjög mikilvægt er að allir þeir sem hefja meðferð kunni rétt handtök við tannburstun!  Þess vegna kennum við öllum þeim sem fá spangir og annan tækjabúnað að hirða tennurnar á réttan hátt.

Við lok meðferðar er nánast undantekningalaust límdur upp stoðbogi á bakhlið framtanna í efri og neðri góm. 

 Þetta er gert til þess að minnka hættuna á bakslagi, þ.e. að tennur verði aftur skakkar og snúnar eða að bil myndist á milli tanna.

 Til viðbótar við stoðbogana er í flestum tilfellum nauðsynlegt að nota stuðningsgóm sem settur er upp sama dag og spangir eru fjarlægðar.

Grein í Tannlæknablaðinu 2021 um stuðningsmeðferð eftir tannréttingar - smelltu hér

Gómplata