Hugtök og heiti

Djúpt bit

 
Lýsir því þegar neðri góms framtennur hverfa hátt bakvið og upp undir efri góms framtennur.
 

Yfirbit


 
Á við þegar efri góms framtennur eru fyrir framan neðri góms framtennur.
Þegar yfirbit er mikið þá er líklega um vaxtarfrávik á kjálkum að ræða.
 

Undirbit


 
Þegar neðri góms framtennur eru fyrir framan efri góms framtennur. Samhliða þessu er oft frávik í kjálkavexti.
 

Opið bit

 
Á við um það þegar tennur í efri og neðri góm snertast ekki við samanbit.
Er oft tengt ávönum eins og t.d. fingursogi.
 

Krossbit

   
Þegar efri tannbogi nær ekki út fyrir neðri tannboga. Krossbit getur verið til staðar á framtanna- og/eða jaxlasvæði.
 

Kjálkaliðir

Neðri kjálki tengist höfuðkúpubeinum í lið sem heitir kjálkaliður. 
Heilbrigði kjálkaliða er mikilvægt ef gott og stöðugt bit á að vera til staðar.
 

Gagnataka

Tannmódel eru hluti af gögnum til greiningar  Hliðarröntgenmynd er ein af þeim myndum sem þarf til greiningar  Kjálkabreiðmynd    

Gagnatökutími er sú heimsókn sem er næst á eftir fyrstu skoðun.  Þá eru teknar ljósmyndir, röntgenmyndir af kjálkum og tönnum og að lokum tannmódel til greiningar á tönnum og biti.
Á þessum gögnum er svo meðferðaráætlun byggð.
Gögn eru einnig tekin að lokinni meðferð, þegar öll tæki hafa verið fjarlægð af tönnum.  Er það gert til að tannlæknirinn geti áttað síg á því hverju meðferðin skilaði og hvernig loka staða tanna og bits er.  Aðeins þannig er hægt að fylgjast með hvort tennur eða bita færast til að meðferð lokinni og grípa til viðeigandi ráðstafanna sé þess þörf.
 

''Rýming''

Með "rýmingu" er átt við þegar rými í tannbogum er aukið með því að tannlæknirinn slípar af hliðum tanna.  Þetta er oft gert við framtennur neðri góms, en einnig notað á framtennur efri góms og einstaka sinnum á aðrar tennur þar sem glerungur er nægjanlega þykkur.
Gerðar hafa verið margar rannsóknir á slíkri slípun sem allar hafa leitt í ljós tennur skaðast ekki af þessu og hætta á tannskemmdum er ekki aukin.