Invisalign

Invisalign tannréttingakerfið réttir tannskekkjur með glærum plastskinnum (gómum) án þess að þörf sé á að setja spangir á tennurnar.

Invisalign er að að verða sífellt vinsælli valkostur á Íslandi og kerfið sjálft að verða betra.  Gísli fékk réttindi til að nota Invisalign kerfið til tannréttinga árið 2009 og hefur unnið með það allar götur síðan.

Invisalign eru sérsmíðaðar "ósýnilegar" tannréttingaskinnur sem skipt er út einu sinni í viku. Þær eru þægilegar og auðveldar í notkun, auðvelt er að þrífa tennur án spanga, engar óþægilegar máttökur, engin bilanatíðni og/eða brotnar spangir!
Hentar vel fyrir fullorðna sem vilja bæta brosið!

Frekari upplýsingar á www.invisalign.is og www.invisalign.com

 Vilt þú kanna hvort Invisalign tannréttingameðferð hentar þér?

- komdu þá í fyrstu skoðun til okkar!  Þá skoðum við og mælum tann- og bitskekkju og ræðum þá möguleika sem til staðar eru til að bæta útlit tanna.

- ef ákveðið er að fara af stað í tannréttingameðferð þá tökum við stafræn gögn af tönnum (3D módel af tönnum og ljósmyndir af tönnum og andlitsfalli)

- þessi gögn eru send erlendis til tæknimanna Invisalign og meðferðarplan unnið í samvinnu við tannlækninn

- að nokkrum vikum liðnum hefst svo meðferð með Invisalign skinnum

Mikilvægt er að viðkomandi átti sig á því að til að árangur frá Invisalign meðferð verði eins og stefnt er að þá þarf að nota skinnurnar 22 klst á sólarhring!  Þær eru aðeins fjarlægðar þegar tennur eru burstaðar og á matmálstímum.