Hreinar tennur

Með spangir eru meiri líkur á að óhreinindi safnist á tennurnar, því þarf að hirða vel um þær. Þegar meðferð hefst er þér kennt að þrífa tennurnar með spangir. Þú færð einnig með þér allan þann búnað sem þarf til að geta þrifið tennurnar og tannréttingabúnaðinn. Það er mjög mikilvægt að hirt sé vel um tennurnar, vandað sé til verka við tannburstun og flúorskol sé notað á hverjum degi. Ef það er ekki gert eykst hætta á að tennur skemmist og tannholdsbólgur verði vandamál.
Þó svo að þú mætir í tíma til okkar reglulega þá erum við ekki að leita að skemmdum á milli tanna, undir fyllingum, eða að meta þörf fyrir skorufyllur, flúor o.þ.h. Það er því mjög mikilvægt að halda áfram að fara reglulega til fjölskyldu tannlæknisins í eftirlit og hreinsun. Ef tannhirða er slæm á meðferðartímanum þá mælum við með tíðara eftirliti hjá tannlækninum þínum.

Við leggjum mikla áherslu á að tennur séu vel hirtar á meðan á tannréttingameðferð stendur.  Allir þeir sem hefja meðferð hjá okkur fá allan tækjabúnað sem þarf til að halda tönnum hreinum og tannholdi heilbrigðu.


Smelltu á myndirnar hér að neðan til að stækka.