Stofan

Saga stofunnar hófst þegar Teitur Jónsson kom heim frá tannréttinganámi í Osló og hóf störf við tannréttingar á Akureyri. Fyrst var stofan til húsa að Glerárgötu 20, en frá 1980 til 2017 að Glerárgötu 34. Þjónustusvæði stofunnar er allt Norður- og Norðausturland.

Gísli Einar tók við rekstri stofunnar sumarið 2009, en starfsliðið er óbreytt og eftir sem áður er markmiðið að veita tannréttingaþjónustu í hæsta gæðaflokki. Haustið 2017 fluttist stofan á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs.

Tannréttingastofan er rekin undir firma nafninu Odont slf. kt. 541210-0670 og er skráð sem slíkt hjá Fyrirtækjaskrá.
Heimilsfang: Gleráreyrar 1, Glerártorg efri hæð, 600 Akureyri
Sími: 462 4749
Tölvpóstur: mottaka@tannretting.is

Tannréttingastofan er rekin með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra, Geislavörnum Ríkisins, Tannlæknaleyfi frá Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðherra og Sérfræðileyfi til tannréttinga frá Landlækni.
 

Gísli Einar Árnason tannréttingasérfræðingur

 
Gísli Einar útskrifaðist sem tannlæknir frá Háskóla Íslands vorið 2002 og stundaði eftir það almennar tannlækningar í Reykjavík um þriggja ára skeið. Hann hélt síðan til framhaldsnáms við University of Rochester (NY), Eastman Dental Center, í Bandaríkjunum og lauk þar sérfræðinámi í tannréttingum í júní 2007.
Gísli fékk sérfræðileyfi í tannréttingum frá Landlæknisembættinu í nóvember 2011.

Samfara náminu í Rochester vann Gísli Einar að rannsókn á höfuðlagi og tannbogum fyrirbura. Rannsókn hans var kosin áhugaverðasta rannsóknin innan tannréttinga- og bitfræðideildar Eastman Dental Center árið 2007 og hefur Gísli Einar kynnt hana á tannréttingaráðstefnum bæði hér heima og erlendis.

Árið 2007 hóf Gísli störf við tannréttingar á stofu Teits Jónssonar í Glerárgötu 34 og tók við rekstri hennar árið 2009.  Hann er eini starfandi tannréttingasérfræðingurinn á Norðurlandi.

Gísli stundar virka endurmenntun og er meðlimur í Angle Society of Europe, American Association of Orthodontists, European Orthodontic Society og Tannlæknafélagi Íslands.

  

Hildur Magnúsdóttir móttöku ritari

 
Hildur hefur starfað lengi á tannlæknastofunni og hefur mikla þekkingu á tannréttingaferlinu sem nýtist vel þegar kemur að samskiptum við sjúklinga, aðrar tannlæknastofur og Sjúkratryggingar Íslands. Hún sér um móttöku og afgreiðslu sjúklinga, tímabókanir og daglegt skipulag stofunnar.
 

Hrönn Jóhannesdóttir tanntæknir

 
Hrönn hefur starfað sem tanntæknir síðan 1987 og sem aðstoðarkona við tannréttingar síðan 2002.
Í daglegu starfi sér Hrönn um að taka röntgenmyndir af kjálkum og tönnum, aðstoðar tannlækna, kaupir inn og aðstoðar á tannsmíðaverkstæði.
 

Sigurbjörg María Ísleifsdóttir tannsmiður

 
Sigga Maja er tannsmiður og smíðar öll þau tannréttingatæki og gómplötur sem notaðar eru við tannréttingameðferðir á stofunni. Sigga Mæja er fjölhæf og sér einnig um að taka mát og myndir af þeim sjúklingum sem eru að hefja meðferð, sem og þegar meðferð lýkur.
Sigga Maja hefur einnig rekið eigið tannsmíðaverkstæði á Akureyri um nokkurra ára skeið.
 

Sigríður Bjarnadóttir aðstoðarmaður tannlæknis 

Sigga er líffræðingur og förðunarfræðingur og sinnir öllum gagnatökum (ljósmyndir, röntgenmyndir og 3D skann) á stofunni, auk þess að taka niður spangir og góma að lokinni meðferð og hreinsa tennur.  
Sigga hefur starfað með okkur síðan haustið 2021.
 

Sigrún María Bjarnadóttir 

Sigrún María er líffræðingur og viðskiptafræðingur að mennt og starfar í hlutastarfi á stofunni við bókhald og launavinnslu.  Hún leysir einnig af í móttöku og aðstoðar á klíník þegar þörf er á.