Tannréttingaskinnur rétta tannskekkjur með glærum tannréttingaskinnum (gómum) án þess að þörf sé á að setja spangir á tennurnar.
Tannréttingaskinnur eru að að verða sífellt vinsælli valkostur á Íslandi og kerfin sjálf að verða betra. Gísli fékk réttindi til að nota Invisalign kerfið árið 2007 og hefur unnið með það allar götur síðan, en er einnig að nota Clear Correct kerfið.
Tannréttingaskinnur eru sérsmíðaðar "ósýnilegar" skinnur sem skipt er út einu sinni í viku, eða á 10 daga fresti. Þær eru þægilegar og auðveldar í notkun, auðvelt er að þrífa tennur (sem eru án spanga), engar óþægilegar máttökur, engin bilanatíðni og/eða brotnar spangir!
Hentar vel fyrir unglinga og fullorðna sem vilja bæta brosið!
Frekari upplýsingar á clearcorrect.is www.invisalign.is og www.invisalign.com
Vilt þú kanna hvort tannréttingaskinnur henti þér?
- komdu þá í fyrstu skoðun til okkar! Þá skoðum við og mælum tann- og bitskekkju og ræðum þá möguleika sem til staðar eru til að bæta útlit tanna.
- ef ákveðið er að fara af stað í tannréttingameðferð þá tökum við stafræn gögn af tönnum (3D módel af tönnum og ljósmyndir af tönnum og andlitsfalli)
- þessi gögn eru send erlendis til tæknimanna og meðferðarplan unnið í samvinnu við tannréttingasérfræðinginn
- að nokkrum vikum liðnum hefst svo meðferð með tannréttingaskinnum
Mikilvægt er að viðkomandi átti sig á því að til að árangur frá meðferð með skinnum verði eins og stefnt er að þá þarf að nota skinnurnar 22 klst á sólarhring! Þær eru aðeins fjarlægðar þegar tennur eru burstaðar og á matmálstímum.
Tannréttingameðferð með skinnum lýkur yfirleitt með stoðbogum aftan á framtennur efri og neðri góms, og í einhverjum tilfellum með glærum gómum til að nota á næturnar.
Kostnaður við tannréttingaskinnu meðferð fer eftir umfangi meðferðar - en getur verið á bilinu 300 - 1.200 þús kr.
Opnunartímar: