Stofan

Saga stofunnar hófst þegar Teitur kom heim frá námi og hóf störf við tannréttingar á Akureyri, fyrst í Glerárgötu 20, en frá 1980 til 2017 að Glerárgötu 34. Þjónustusvæði stofunnar nær frá Húnavatnssýslum í vestri til Vopnafjarðar og austfjarða í austri, þar sem aðrir tannréttingasérfræðingar hafa fram til þessa ekki búið utan höfuðborgarsvæðisins.

Margir hafa ferðast um langan veg til að koma á stofuna og þeir sem áður komu með foreldrum sínum leggja nú leið sína á sama stað og í sömu erindum með sín eigin börn.

Gísli Einar tók við rekstri stofunnar sumarið 2009, en starfsliðið er óbreytt og eftir sem áður er markmiðið að veita tannréttingaþjónustu í hæsta gæðaflokki. Haustið 2017 fluttist stofan á efri hæð Glerártorgs.

Vefumsjón