Gísli Einar Árnason tannlæknir

« 1 af 2 »
Gísli Einar útskrifaðist sem tannlæknir frá Háskóla Íslands vorið 2002 og stundaði eftir það almennar tannlækningar í Reykjavík um þriggja ára skeið. Hann hélt síðan til framhaldsnáms við University of Rochester (NY), Eastman Dental Center, í Bandaríkjunum og lauk þar sérfræðinámi í tannréttingum í júní 2007.
Gísli fékk sérfræðileyfi í tannréttingum frá Landlæknisembættinu í nóvember 2011.

Samfara náminu þar vann Gísli Einar að rannsókn á höfuðlagi og tannbogum fyrirbura. Rannsókn hans var kosin áhugverðasta rannsóknin innan tannréttinga- og bitfræðideildar Eastman Dental Center árið 2007 og hefur Gísli Einar kynnt hana á tannréttingaráðstefnum bæði hér heima og erlendis.

 

Árið 2007 hóf Gísli störf við tannréttingar á stofu Teits Jónssonar í Glerárgötu 34 og hefur nú tekið við rekstri hennar.  Hann er eini starfandi tannréttingasérfræðingurinn á Norðurlandi.

Vefumsjón