Fyrsta skoðun

« 1 af 4 »

Í fyrsta skipti sem þú kemur á stofuna til okkar fer fram skoðun og spjall.  Við skoðum tennur og kjálka og metum hugsanlega þörf fyrir tannréttingu.  Einnig veitum við þér upplýsingar um hvaða möguleika við höfum til að laga bit eða stöðu tanna, hversu langan tíma það gæti tekið og hver kostnaður við meðferðina gæti verið. 

Í flestum tilfellum tökum við einnig yfirlits röntgenmynd af tönnum, kjálkum og kjálkaliðum, svokallaða kjálkabreiðmynd.

Þegar þú hefur pantað tíma í fyrstu skoðun þá viljum við biðja þig um að prenta út þetta eyðublað , fylla út og taka með þér í fyrsta tíma.

Systkina afsláttur:
Þegar annað systkini hefur meðferð fær það 15% afslátt af öllum heimsóknum á meðan bæði systkinin eru í meðferð.

Fyrir tannlækna – tilvísunarblöð vegna tannréttinga (PDF)

Hér má prenta út tilvísunarblöð vegna tannréttinga og afhenda sjúklingi eða foreldrum/forráðamönnum útfyllt.

Vefumsjón