Frambitstæki

Herbst frambitstæki
Herbst frambitstæki
« 1 af 4 »
Herbst, Malu og Twin Block eru þau frambitstæki sem við notum.
Frambitstæki og eru notuð í þeim tilfellum þegar allur neðri kjálkinn er of aftarlega miðað við efri kjálkann og andlitið í heild.
Þau miða að því að færa neðri kjálka og tennur framar, og þannig minnka yfirbit á framtönnum sem orsakast af þessari stöðu kjálkanna.
Þessi tæki hvetja aðallega til vaxtaraukningar í kjálkalið á vaxandi einstaklingi, með svokallaðri togörvun. Virkni frambitstækja er takmörkuð í fullvaxta einstaklingum.
Meðferð með frambitstækjum stendur yfir í 9-12 mánuði, en þá tekur við tímabil með spangir á öllum tönnum.Til glöggvunar má sjá frekari upplýsingar um frambitstæki í eftirfarandi tenglum:
Vefumsjón