Styrkur til tannréttinga

Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta kostnaðar við tannréttingar. 

Eftirfarandi texta má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga:
"Sjúkratryggingar Íslands veita styrk að upphæð 100.000 kr. vegna meðferðar tannréttinga sem krefjast spanga á tennur annars gómsins en 150.000 þurfi spangir á báða gómana.  Er þá átt við tannréttingarmeðferð með föstum spöngum á a.m.k. 10 fullorðinstennur hvors góms.  Meðferð með spöngum verður að hefjast fyrir 21 árs aldur.  Aðeins er greitt til þeirra sem hafa ekki áður fengið styrk vegna tannréttinga. Styrkurinn greiðist í tveimur-þremur jöfnum hlutum með tólf mánaða millibili."
- reglugerð nr. 1058/2009

Ef um alvarlegri tilvik er að ræða þá greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% af þeim kostnaði sem hlýst af meðferð hjá tannréttingasérfræðingi.  Þetta eru t.d. tilfelli þar sem um klofin góm er að ræða, meðfædd tannvöntun er á a.m.k. fjórum fullorðinstönnum, eða í ákveðnum tilfellum þegar skurðaðgerð þarf til leiðréttingar á biti.
- reglugerð 190/2010

Smellið hér til að skoða upplýsingasíðu Sjúkratrygginga Íslands um tannréttingar

Sjúkratryggingar taka ekki þátt í forréttingum á neinn hátt.

Vefumsjón